Bjarni Benediktsson og Einar K. Guðfinnsson hreykja sér af, að fyrningarleið sé blásin af. Stórkarlalegur misskilningur gæzlumanna hagsmuna kvótagreifa. Þjóðin hefur ekki blásið af að eignast kvótann. Hefur bara fengið mótbyr. En hún mun sigra þá Bjarna og Einar. Það er bara marklaus hagsmunagæzlunefnd Jóns Bjarnasonar, sem vill áfram gefa kvótagreifum kvótann. Og ráðherrann er sjálfur marklaus. Málið fer væntanlega fyrir stjórnlagaþing, sem ákveður, að þjóðin eigi kvótann. En ekki umbjóðendur Bjarna Benediktssonar og Einars K. Guðfinnssonar. Til lengdar borgar sig ekki pólitískt að ögra þjóðinni.