Framsókn er heit kartafla í hendi Bjarna Benediktssonar. Á hann að taka séns á sjónhverfingum Sigmundar Davíðs og Frosta? Hvernig getur Bjarni haldið á heitu kartöflunni í ríkisstjórn? Er hægt að búa til nýja sjónhverfingu og segja fávitum flokkanna, að hún sé tillaga Framsóknar? Þótt hún sé það ekki, heldur bara nýr hókus-pókus. Framsókn lofaði miklu og fékk fávitafylgi út á loforð. Varla dugir að kasta því ferli bak við sig. Eitthvað verður að gera, sem felur í sér bókstaf tillögu Framsóknar. en ekki innihald. Því er Bjarni Benediktsson ekki öfundsverður af samstarfi um framkvæmd loforða Framsóknar.