Bjarni slengir bombum

Punktar

Sennilega er Bjarni Benediktsson hræddur um, að læknar fari að semja. Það tefur hann við að rústa Landspítalanum endanlega til að rýma fyrir einkarekstri að bandarískum hætti. Hvenær sem læknar byrja að gefa eftir hleypur hann að og slengir handsprengju inn í viðræðurnar. Sakar lækna í dag um að segja ekki frá kröfum sínum, þótt þögnin sé krafa sáttasemjara. Bjarni reynir ítrekað að æsa til deilna við sáttaborðið með því að kasta inn handsprengjum. Er þó málsvari hóps, sem hefur hrifsað sér fimmtíu og hundrað prósent betri kjör á valdatíma hans. En það eru elsku beztu greifarnir hans og um þá gildir ekki neitt aðhald.