Bjarni svarar ekki

Punktar

Bjarni Benediktsson svarar ekki endurteknum spurningum Katrínar Jakobsdóttur um, hvort hann skuldi alþingi ekki afsökunarbeiðni. Út af tveimur skýrslum, sem hann lá á fram yfir kosningar og stjórnarmyndunarviðræður. Í báðum tilvikum voru þetta viðkvæm mál fyrir Bjarna: Skattaskjól á aflandseyjum og lækkun húsnæðisskulda auðugra. Hefðu skýrslurnar birzt á réttum tíma, hefði flokkur Bjarna fengið færri atkvæði og því ekki getað myndað ríkisstjórn. Málið speglar íslenzka spillingu í hnotskurn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn fylgi fjórðungs kjósenda. Þótt almennt sé vitað, að hann er bófaflokkur um ákaflega sérhæfða peningahagsmuni auðfólks.