Davíð Oddsson skóf Seðlabankann innan til að lána Kaupþingi 500 milljón evrur eða 75 milljarða króna í hruninu 6. október 2008. Kaupþing fleygði öllu fénu samdægurs í fang vildarvina, sem földu það á Tortóla. Ríkissjóði ber að ná í þetta fé og annað, sem stolið var á geðveikiárunum. Málaferli vegna þessa ganga seint og illa. Skattrannsóknastjóri vill ekki kaupa lista yfir eignir manna í aflandsbönkum. Enda telur Bjarni Benediktsson ekki við hæfi að kaupa fréttir af óþekktum aðilum um eignir í skattaskjólum. Bandaríkin, Bretland og fleiri hafa samt keypt slíkar upplýsingar. En hér njóta fjármálabófar verndar pólitískra bófa.