Þegar ég var í skóla, fannst mér allir vegir færir til að gera skemmtilegt um ævina. Skólafélagar mínir litu í bjartsýni á framtíðina. Voru sannfærðir um, að hún yrði betri en fortíðin. Ég hef lesið Istanbul eftir nóbelshafann Orhan Pamuk og sjálfur verið þar dálítið. Hann telur þá borg um langan aldur hafa einkennzt af melancholy, depurð, eins konar svartsýni. Fólk telji sig vera á niðurleið. Framtíðin verði verri en fortíðin. Ég velti því fyrir mér, hvernig staðan sé hjá skólafólkinu í 101. Telur það framtíðina verða verri eða betri? Gerir það sér til dæmis grein fyrir, að bófar hafa tekið völdin?