Meðan gisting og matur ferðafólks er ekki dýrari en í Noregi, efast ég um, að verð fæli ferðafólk. Enda sé ekki engin merki um slíkt í ummælum gesta. Fólk veit fyrirfram, að landið er dýrt. Okur er ekki til umræðu í TripAdvisor, heldur nærri eingöngu frábær matur og frábær þjónusta. Atvinnugreinin í heild hefur sannað sig rækilega á stuttum tíma. Fólk er líka ánægt með landið sjálft, með fjölbreytni umfram Noreg, eld og ís. Ísland er og verður næsti bær við „Lord of the Rings“ og „Game of Thrones“. Við þurfum bara að drífa í að bæta snyrtiaðstöðu á mikilvægum stöðum og auðvelda aðgengi að myndatökustöðum. Unnt er að margfalda bransann.