Mér finnst pólitíkin vera málefnalegri núna en hún hefur verið undanfarin haust. Það er bjartara kringum hana. Meira er talað málefnalega um mikilvæg mál eins og kvóta og veiðiheimildir, evru og Evrópu. Ástæðan fyrir þessu er, að Framsókn er dottin út úr pólitík. Hún hvarf í vor í kosningunum. Hún var ætíð plága í pólitíkinni, vinnumiðlun undir yfirvarpi stjórnmála. Hún var öflugasta tæki hræsninnar, sem áður einkenndi pólitíkina. Nú hefur þetta tæki legið forsmáð utan garðs í nokkra mánuði. Mikilvægasta verkefnið í pólitík er að hindra þessa vinnumiðlun í að komast aftur til valda.