Gary Younge skrifar ágætan kjallara í Guardian um bjartsýni Bandaríkjanna. Þar vilja menn heyra glaðar fréttir, en hafna harmafréttum. Þess vegna tóku Bandaríkjamenn George W. Bush fram yfir Al Gore, að vísu með stuðningi Hæstaréttar. Greinin sýnir vel, hvernig Bandaríkjamenn hafa almennt neitað staðreyndum. Þeir telja sig hafa unnið stríð og geta áfram unnið stríð. Þeir telja sig forusturíki heims í lýðræði og umhverfi og efnahag. Þeir telja sig elskaða af öllum. Allt er þetta rugl eins og alheimur veit. Og nú er komið að því, að Bandaríkjamenn eru farnir að horfast í augu við það.