Bjartsýni og jákvæðni

Punktar

Sigmundur Davíð segir þjóðina veruleikafirrta. Hún átti sig ekki á, að hér sé það bezta hugsanlega ástand af öllu hugsanlegu ástandi. Landsfeður séu vakandi dag og nótt við að bæta hag fólks, hamingju þess og langlífi. Fólk eigi því að flykkjast um landsfeður sína og bera þá á höndum sér. En því miður vilji fólk bara ekki skilja þessa fegurð. Það sé andsetið af vondum hugsunum og hlusti á neikvætt niðurrif og tortryggni. Líklega undanskilur forsætis þau 10%, sem styðja flokk hans og hann sjálfan. Einfaldari skýring á stöðu mála er þó, að forsætis sé sjálfur veruleikafirrtur og þau 10% þjóðarinnar, sem styðja hann.