Björgólfur gerði ekki upp

Punktar

Björgólfur Thor Björgólfsson er að því leyti verri en aðrir hrunverjar, að hann lýgur um uppgjör skulda. Segist hafa gert upp skuldir að upphæð 1200 milljörðum króna. Neitar auðvitað að svara, hvort hann hafi greitt. Það gerði hann nefnilega ekki, samdi bara um málið. Skilningur þjóðarinnar er, að uppgjör fjárglæframanna felist í, að þeir borgi skuldir sínar og skuldir fyrirtækja sinna. Ekki að þeir fái afslátt af skuldum. Ekki að hlutafélög séu undanþegin uppgjörinu. Þegar Björgólfur þykist hafa gert upp skuldir sínar, þá lýgur hann einfaldlega. Hefur blekkt marga, en þetta er of vírað.