Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra er farin að tapa sér. Í útvarpinu varði hún mútur, áfengi, sem Björgólfur Guðmundsson sendi ráðherrum fyrir hönd Landsbankans. Hún sagði það ekki múta sér. Það er ekki málið, heldur hin siðferðilega óvissa svona gjafa. Björgvin G. Sigurðsson ráðherra segist ekki þiggja vínið. Mútur af þessu tagi tíðkast hvergi í Vestur-Evrópu, enda eru þær nýjung hér á landi. Bör Börsson er að framleiða nýja spillingu að hætti Rússa. Björgvin segist ekki minnast þess, að fyrirtæki hafi áður sent ráðherrum gjafir. Farsælast fyrir ráðherrana er að endursenda áfengið.