Björgunarstjórn

Punktar

Ég næ því ekki, að Vinstri græn muni ná betri samningi við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn en við Pírata, Viðreisn og miðflokkana. Ég næ því heldur ekki, að Katrín geti á einhvern hátt myndað vinstri stjórn með hægri flokkum og miðflokkum. Held að flokkurinn sé þar á hættulegum villigötum, verandi eini vinstri flokkurinn með aðeins tíu þingmenn. Flokkur í slíkri stöðu verður að skilja takmörk sín, annars verður hann varadekk hjá hægri stjórn. Betra er að hafa forustu fyrir stjórn með Viðreisn, þótt það sé ekki nein vinstri stjórn. Ríkisstjórn Katrínar verður ekki vinstri stjórn, heldur stjórn til að bjarga okkur undan ógnarstjórn bófaflokka.