Björk í fáum orðum

Punktar

Ég gef Björk Guðmundsdóttur söngkonu orðið í GUARDIAN. Þetta er kjarninn: „Fólk stóð fyrir utan þinghúsið og barði potta og pönnur og kom ríkisstjórninni frá völdum. … Vinstri stjórnin fórnaði síðan fjórum árum í að hreinsa upp óreiðuna, en þá hafði mikið af fólki tapað öllum sínum pening og heimilum sínum. … Síðan komst hægrisinnaði bændaflokkurinn til valda, því að hann lofaði að þurrka burt skuldir allra, sem hann auðvitað gat ekki gert. Þetta er vitfirrt ríkisstjórn sem gerir allt hræðilega rangt. Hlutirnir eru orðnir eins og fyrir bankahrun, en fimm sinnum verri. … Vonandi verður bylting til að losa okkur við hana.“