Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill koma upp vel vopnaðri óeirðalöggu að erlendri fyrirmynd. Hún á að njóta verndar fjögurra óeirðabíla, eins og við sjáum stundum í sjónvarpi frá útlöndum. Ráðherrann gerir ráð fyrir gjá milli stjórnvalda og borgara. Sem endi með, að stjórnvöld þurfi að verja sig gegn almenningi. Hann hefur fattað, að himinn og haf er milli hans og fólksins í landinu. Telur beztu viðbrögðin felast í að koma upp óeirðalöggu á óeirðabílum. Til að keyra um og sprauta vatni á fólk? Fjörugt verður í landinu, þegar rætast huldar hugsjónir herforingjans Björns Bjarnasonar.