Björn situr enn og grætur

Punktar

Donald Rumsfeld lét Davíð Oddsson ekki plata sig. Leit á staðreyndir málsins og sagði: Herinn burt. Davíð bar sig upp við George W. Bush og þóttist finna skilning hans. Bush lét Davíð plata sig, eins og raunar flestir Íslendingar gerðu. En Rumsfeld var tröppu ofar en þeir félagar og réði ferðinni. Síðan hafa fylgismenn Davíðs ekki verið mönnum sinnandi. Björn Bjarnason er enn að gráta brottför bandaríska herliðsins. Það var orðið þvílíkur hornsteinn í utanríkisstefnu Flokksins, að jafna má við heilaæxli. Nú eru aðrir tímar og hermangið komið á öskuhaugana. Gerræði og fúsk Davíðs að baki og Björn líka.