Polly Toynbee telur í Guardian, að þrír róttækt hægri sinnaðir blaðakóngar, sem eiga 75% af brezkri pressu, Murdoch, Rothermere og Black, stjórni stuðningi Bretlands við hernað Bandaríkjanna í þriðja heiminum og tregðu Bretlands við að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Hún segir, að þeir séu að reyna að draga Bretland úr Evrópusambandinu og Tony Blair forsætisráðherra þori ekki að hunza vilja þeirra. Hann var mikill Evrópusinni, þegar hann komst til valda, en hefur smám saman færzt yfir á hinn kantinn að undirlagi blaðakónganna.