Blaðakóngum fækkar enn

Punktar

Robert Maxwell framdi sjálfsmorð, þegar hann hafði rænt lífeyrissjóði starfsmanna. Conrad Black var hrakinn frá fyrirtæki sínu og dæmdur fyrir þjófnað. Rupert Murdoch gengur enn laus. Blaðakóngar heimsins hafa sætt misjöfnum örlögum. Murdoch á þó enn möguleika á að deila örlögum með öðrum hvorum hinna. Tími þessara mislukkuðu höfðingja er liðinn. Nú eru komnar grúppur, sem eru skráðar á markaði. Þær leika sér ekki að fjölmiðlum eins og börn með vatnsbyssur. Þær vilja bara 20% arð. Vafasamt er, hvort sé verra. Hvort tveggja eyðir góðvilja í garð fjölmiðla, holar þá að innan.