Ein af ástæðum hrunsins er, að blaðamenn eru reyrðir í dómvenju, sem refsar fyrir að segja satt. Bófar fá blaðamenn dæmda fyrir meiðyrði og fyrir að skaða einkalíf bófa. Blaðamönnum er bönnuð birting og þeir eru dæmdir til að segja frá vitnum. Óvígur her héraðsdómara, hæstaréttardómara, sýslumanna, Persónuverndar og Úrskurðarnefndar upplýsingalaga sækir að blaðamönnum. Sem dæmin sanna. Eftir hrunið eiga menn að hafa áttað sig á þessum meginvanda. En ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að losa fjölmiðla úr bóndabeygjunni. Ekki eru í vinnslu nein lög um aukið frelsi fjölmiðla og afnám bankaleyndar.