Blaðamenn vilja trúa

Fjölmiðlun

Íslenzkir blaðamenn eru ótrúlega trúgjarnir. Kona segir þeim frá tilraun til barnsráns og þeir trúa henni. Enginn efi er í skrifum þeirra. Önnur kona býður betur. Hún segir þeim frá tilraunum til að ræna sér og tveimur börnum sínum. Þeir trúa henni. Hefðu þó gott af vænum skammti af efahyggju. Þegar ég lít yfir langan feril, sé ég langa röð af lygum. Ótrúlega margir hafa reynt að ljúga að mér. Fyrst trúði ég, lengi skal manninn reyna. Svo trúði ég allt of lengi. En það er langt síðan. Árum saman hef ég sagt blaðamönnum að byrja fyrst á að trúa ekki. Mér hefur því miður mistekizt.