Tengileið frá Fremstaveri upp á veginn yfir Bláfellsháls.
Þetta er bílvegur, svo að hestamenn og göngumenn fara frekar austur fyrir Bláfell, þar sem er hin forni Kjalvegur.
Förum frá Fremstaveri í 280 metra hæð vestur á jeppaslóð til norðurs meðfram Bláfelli vestanverðu upp á þjóðveg 35 á Bláfellshálsi. Bláfellsháls nær 600 metra hæð.
5,5 km
Árnessýsla
Skálar:
Fremstaver : N64 27.023 W19 56.417.
Jeppafært
Nálægir ferlar: Fremstaver, Hvítárvatn.
Nálægar leiðir: Farið.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson