Blái bletturinn

Punktar

Þótt höf séu alls staðar að hitna á jörðinni, er einn blettur alltaf er að kólna. Það er hafið suðvestur af Íslandi. Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur bendir enn einu sinni í bloggi sínu á undantekninguna. Getur stafað af, að Golfstraumurinn sé að linast og hægja á sér, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar á Íslandi. Stjórnvöld hafa þó ekki sýnt neinn áhuga á að bregðast við bréfum frá Haraldi um þetta efni. Fræðimenn hafa spáð því, að kólnun þessa bletts í hafinu muni verða hraðari þegar fram líður. Kannski kemur að því, að við getum hætt að rífast um kvóta á fiski, ef og þegar ekkert verður að rífast um. Þorskurinn bara farinn.

Haraldur Sigurðsson