Blair falsaði vopnaskýrslu

Punktar

Forsætisráðuneytið brezka lét falsa skýrslu brezku leyniþjónustunnar um meint gereyðingarvopn Íraks. Leyniþjónustumenn eru afar ósáttir við fullyrðingar, sem settar voru í skýrsluna að kröfu ráðuneytisins og hafa síðar reynzt vera rangar. Þar á meðal var fullyrðingin um, að Írak gæti beitt gereyðingarvopnum með þriggja kortéra fyrirvara. Á grundvelli fölsunar Tony Blair forsætisráðherra var brezka þinginu og brezkum almenningi talin trú um, að ógn stafaði af Saddam Hussein. Um þetta er fjallað í stórblöðum heimsins í morgun, þar á meðal Washington Post.