Samfylkingin mun í ríkisstjórn minna á fráfarandi meirihluta í Reykjavík. Hún er Blair-ísk, minnir á kratisma að hætti Bretlands. Hún mun sitja yfir koðnun velferðar að hætti Tony Blair í Bretlandi. Hún hefur tekið trú á einkavæðingu og beitir trúnni í sjúkdómum og skólum, umhverfi og velferð. Hún telur, að kenningar, sem hafa gefizt vel í viðskiptum, muni einnig gefast vel í stjórnsýslu. Við sjáum afleiðingarnar í Bretlandi, þar sem sósíallinn er orðinn að eymdarbæli. Öfugt við Norðurlönd og meginland Evrópu, sem hafa sýnt, að hagvöxtur, umhverfisvernd og velferð fara saman.