Ég fagna velgengni Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum, enda styð ég aðild Íslands að Evrópu. Hins vegar styð ég ekki flokkinn. Efast um, að hann hafi marktækan áhuga á nýju stjórnarskránni eða á ákvæðum hennar um gegnsæja stjórnsýslu. Efast líka um, að hann hafi marktækan áhuga á að berjast gegn eyðileggingu Eldvarpa og annarra vildarstaða okkar á Reykjanesskaga. Finnst flokkurinn snúast of mikið um að efla stöðu kurteisra pólitíkusa við myndun næstu ríkisstjórnar. Það er út af fyrir sig gott, en að mínu viti ekki nóg. Bíð enn spenntur, hvar aðrir nýflokkar staðsetja sig í stóru deilumálunum.