Forlagið auglýsir sölulista sinna útgáfubóka. Það finnst mér sniðugt, þá sé ég misjafnar vinsældir höfunda forlagsins. Gott að vita, ef ég þarf einhvern tíma á því að halda, að Kristín Marja Baldursdóttir bakar Vilborgu Davíðsdóttur. Og að Steinar Bragi er alger bömmer í samanburði við Stefán Mána. Önnur bókaforlög ættu að taka upp þennan sið, auglýsa stéttaskiptingu sinna rithöfunda. Gæti endað með blóðsúthellingum á ritstjórnarskrifstofum bókaútgefenda, þegar höfundar hvers forlags fyrir sig gera upp sakir sín á milli. Alltaf er gott að fá meira fjör í menningarlífið.