Bláskógaheiði

Frá Hallbjarnarvörðum í Skógarhóla.

Af Bláskógaheiði er farið norður Ok eða Kaldadal, vestur Lundareykjadal eða suður á Þingvöll. Oft leið átakamanna í Sturlungu og Hallbjarnarvörður voru fundarstaður þeirra. Árið 1236 hittust Sturla Sighvatsson og Órækja Snorrason á heiðinni til að sættast. Sturla reið heiðina 1238 til Apavatnsfundar við Gissur Þorvaldsson. Sama ár fóru Gissur og Kolbeinn ungi Arnórsson heiðina í herför gegn Sturlu Sighvatssyni á Sauðafelli í Dölum. 1252 fóru Hrafn Oddsson og Sturla Þórðarson hér í aðför að Gissuri Þorvaldssyni. Við Hallbjarnarvörður biðu Hrafn og Sturla í desember 1252 eftir Þorgils skarða, sem ekki mætti. Hrafn Oddsson og Eyjólfur ofsi Þorsteinsson riðu heiðina 1253 í aðför að Gissuri Þorvaldssyni, en sneru við í Víðikjörrum.

Förum frá Hallbjarnarvörðum á Bláskógaheiði. Tveimur kílómetrum norðan Hallbjarnarvarða eru Brunnar, forn áningarstaður. Förum reiðgötur suður með Kaldadalsvegi, fyrst um Biskupsbrekku. Síðan um Draugabrekku og Orrustumóa í Víðikjörr og þaðan yfir Tröllháls suður á Ormavelli. Sunnan Ormavalla víkur slóðin til austurs frá bílvegi að Lágafelli og með því vestanverðu suður að Sandkluftavatni. Reiðslóðin er austan vatnsins, síðan um Smjörbrekku og austan við Meyjarsæti, en sameinast bílveginum aftur sunnan þess. Við förum suðvestur meðfram Ármannsfelli að Víðivöllum. Áfram förum við vestur með fellinu og komum brátt að Skógarhólum.

20,5 km
Árnessýsla

Skálar:
Kaldidalur: N64 26.840 W20 57.711.
Skógarhólar: N64 17.739 W21 04.807.

Nálægir ferlar: Kaldidalur.
Nálægar leiðir: Selkotsvegur, Kóngsvegur, Leggjabrjótur, Gagnheiði, Skógarkot, Lyngdalsheiði, Hrafnabjörg, Biskupavegur, Eyfirðingavegur, Skjaldbreiður, Reyðarvatn, Okvegur.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH