Sjaldgæft er að fá góðan mat utan hverfis 101 í Reykjavík. Undantekningar eru samt. Til dæmis fékk ég ágæta bleikju úr Vestmannsvatni í Dalakofanum á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit. Bleikjan var hæfilega steikt, flestir steikja slíka of lengi. Hún var hæfilega söltuð, flestir salta of grimmt. Með henni var hæfilegt magn af kokteilsósu, flestir láta sósuna vaða yfir diskinn. Kartöflurnar voru raunverulegar og hrásalatið fyrsta flokks. Dýrðin kostaði ekki nema 1800 krónur. Þetta var næstum eins og að vera kominn suður aftur. Var að koma að austan, þar sem kjötsúpa og gúllassúpa réðu ríkjum.