Blekktir kjósa Bush

Punktar

Fátæklingar í Bandaríkjunum skipta tugum milljóna. Svartir fátæklingar kjósa demókrata, sem er skiljanlegt, en hvítir fátæklingar kjósa repúblikana. Samt hefur ríkisstjórn George W. Bush dregið úr lífskjörum fátæklinga og hossað ofsaríkum í staðinn. Hvítu fátæklingunum er talin trú um, að ofsafengin trú á gamla testamentið, andstaða við fóstureyðingar og homma skipti meira máli en lífskjörin. Svo langt gengur sjálfsblekking þeirra, að ávinningar Bush í síðari forsetakosningum hans voru mestir í þeim fimm ríkjum, þar sem lífskjör fátæklinganna skertust mest.