Mér kom í opna skjöldu fréttin um, að stjórnarflokkarnir hafa að mestu svikið kosningaloforðin fyrir fjórum árum. Í Fréttablaðinu á laugardaginn birtist listi yfir efnd og svikin loforð. Þar sést, að sjálfstæðismenn hafa svikið mikinn meirihluta loforða sinna. Þar á meðal er afnám biðlista í sjúkraþjónustu; endurgreiðsla tannlækninga fyrir unglinga; að þinglýstar eignir verði látnar í friði; fangelsi verði reist; skylduáskrift afnumin af útvarpi;, o.s.frv. Svik framsóknarmanna eru einnig merkileg, en þeir hafa þó efnt helminginn af loforðum sínum.