Ef álverinu í Straumsvík verður lokað, þarf það samt að kaupa orku í tvo tugi ára í viðbót. Ég sé ekki, að það geti snúið sig út úr samningum án aðstoðar stjórnvalda. Sem geta tæpast troðið stóriðju undir pilsfaldinn vegna þrengsla á þeim slóðum. Rio Tinto getur að vísu hlaupizt af landi brott frá gjaldþrota ómaga, sem aldrei hefur borgað neitt til ríkisins. Ótal kostir eru í boði að nýta rafmagnið á arðbærari hátt. Sparar okkur að leggja fé í umdeild orkuver á hálendinu. Álverið í Straumsvík hefur alla sína ævidaga verið niðursetningur á þjóðinni. Hér er nóg að hafa af arðbærari vinnu og tækifærum. Bless Rio Tinto.