Ríkisendurskoðandi skrifaði undir reikninga Eirar, þar sem hjúkrunarhlutinn var veðsettur fyrir einn og hálfan milljarð króna vegna húsrekstrarsjóðs. Síðan kemur hinn sami rendi aftur í dagsljósið og segir húsrekstrarsjóð Eirar ekki koma sér við sem ríkisendurskoðanda. Réttara hefði verið að lýsa sig vanhæfan til málsins vegna ábyrgðar sinnar á skuldinni. Rendi hefur um skeið að mestu verið óskiljanlegur og um leið forhertur. Spurning er, hversu lengi Alþingi endist til að hafa hann í þessu embætti. Áður varð hann frægur af að liggja á skýrslu um samning tveggja bræðra sinna um kaup ríkisins á hugbúnaði.