Í raun er stefna Sjálfstæðisflokksins þessi: Treystum Framsókn í blindni og förum í einu og öllu að fyrirmælum Sigmundar Davíðs. Þetta er afleiðingin af áfalli Sjálfstæðisflokksins í IceSave, þegar kræfi loddarinn hirti fylgið af flokknum. Fólk entist að vísu ekki í Framsókn fram á vetur, en það fór ekki til baka, heldur tvístraðist á víð og dreif. Sjálfstæðisflokkurinn missti sjálfstraustið og Bjarni Ben tók trú á loddarann. Niðurstöðuna sjáum við í lykilorði Bjarna, „ómöguleiki“, sem er Newspeak yfir óþægindi. Botni er náð, þegar benzínsölustrák var falið að orða ályktun um viðræðuslit við Evrópu.