Blóðheitir álitsgjafar

Punktar

Fyndið er, hversu blóðheitir álitsgjafarnir eru í deilunni um Grímsstaði á Fjöllum. Annars vegar fagna menn, að Ögmundur Jónasson hafi farið að lögum. Sem ég efast stórlega um, að hann hafi gert. Hins vegar gráta menn, að mikil atvinna fari forgörðum. Sem ég efast stórlega um, að verði. Eftir að hafa lesið skoðanir fólks með og móti, efast ég enn frekar um skynsemi fólks. Þar á meðal þingmanna og ráðherra. Hér á landi verða öll mál að froðufellandi ágreiningsefnum. Mikið væri betra, ef hér væru bara hestar og refir, en alls engir Íslendingar. Það er allt í lagi með landið, en þjóðin virðist tjúlluð.