Sparnaður dagblaða í Bretlandi og Bandaríkjunum kemur niður á rýni, allt frá bókarýni yfir í veitingarýni. Skoðanir eru ekki taldar eins brýnar og í gamla daga. Menningarrýni hefur líka verið að færast yfir á vefinn. Þegar þú kemur heim að kvöldi frumsýningar, geturðu lesið rýni strax á vefnum. Þótt dagblöð hafi enn yfirburði í fréttum, eru þau að glata forustunni í skoðunum. Hér á Íslandi er summa skoðana á vefnum orðin betri en summan í dagblöðum. Eitt geta þau dagblöðin enn huggað sig við: Gamaldags bloggarar íslenzkir hrósa sér enn af að hafa fengið að skrifa grein í dagblað.