Bloggið eflist og batnar

Punktar

Íslenzka bloggið eflist að gæðum frá ári til árs. Magnið minnkar, því að fésbókin tekur við hversdagsbloggurum. Ég fæ mun meira út úr því að lesa blogg en greinar í blöðum. Í blogginu blakta mest þeir, sem hafa mest að segja. Margir bloggarar eru orðnir svo mikið lesnir, að innihaldið stýrir mati fólks á þeim. Álitið á bloggurum stjórnast ekki lengur af þeim, sem flokka þá, til dæmis í fúla á móti. Ekki þýðir lengur að afgreiða menn eins og Marinó G. Njálsson eða Pál Vilhjálmsson sem fýlupoka. Þótt ég sé ósammála þeim í flestu, les ég þá, hef mætur á þeim. Bloggið virkar sem skoðana-sía.