Bloggið á Íslandi er í góðum gír. 25 efstu bloggarar á blogg.gattin.is skrifa nánast allir um þjóðmál. Þar er enginn þeirra, sem skrifa fyrst og fremst persónulega dagbók. Ef ég skoða listann, er hlutfall rugls og áhugaverðs efnis ótrúlega hagstætt. Mun betri listi en visir.is og mbl.is. Svo ég tali nú ekki um dagblöðin með hinar löngu moðsuður hagsmunaaðila. Með því einu að fylgjast með blogg.gattin.is næ ég utan um pólitíska umræðu hér á landi. Og raunar einnig utan um síðasta sólarhring af fréttum daglegu fréttamiðlanna. Efast um, að bloggið sé komið svo langt í neinu öðru landi.