Bloggið og fésbókin

Fjölmiðlun

Auðvelt er að fylgjast með fréttum og bloggi á vefnum. Tekur enga stund. En samdráttur í bloggi veldur mér áhyggjum. Að vísu hefur fækkunin orðið mest hjá þeim, sem ekkert hafa að segja, en hinum hefur líka fækkað. Þvaðrið, sem áður var í bloggi, hefur að mestu færst yfir á fésbók. Þar er magnið orðið svo mikið, að ég er löngu hættur að geta fylgt því eftir. Ég veit hreinlega ekki, hvað þeir segja, sem hafa eitthvað að segja. Mér skilst, að ég geti samið lista yfir þá, sem ég þarf að lesa. En tel mér trú um, að ég hafi ekki tíma til þess. Þetta er ekkert gamanmál, þegar ég kem ólesinn á kaffihúsið.