Ég sé tvær blokkir í pólitíkinni eftir kosningar. Öðru megin er hægri-íhalds blokk og hinu megin vinstri-frjálslynd blokk. Í fyrri eru Sjálfstæðis, Vinstri græn og Framsókn með 39 þingmenn alls + Viðreisn. Í síðari eru Vinstri græn, Viðreisn (aftur), Píratar, Samfylkingin og Björt framtíð með 34 þingmenn alls. Tilraun Pírata í þá átt tókst hins vegar ekki og fyrri blokkin virðist sennilegri. Til dæmis með því að skipta Framsókn út fyrir Viðreisn og Bjarta framtíð, með alls 32 atkvæðum. Virðist þó vera ákaflega tæpur eins manns meirihluti. Sumir flokkar geta talizt í báðum blokkum og Björt framtíð raunar í öllum blokkum, sem gæfu ráðherrasæti.