Þótt sjö ár séu frá hruni, hafa alþingi og ríkisstjórnir ekki enn stemmt stigu við kennitöluflakki. Það er enn stundað af fullum krafti, mest í skjóli banka, sem elska óráðsíumenn. Þeir geta trekk í trekk fengið lán, ryksugað fyrirtæki, skilið þau eftir gjaldþrota og stofnað ný. Enn er gjaldþrota fyrirtækjum komið í hendur „útfararstjóra“, það er róna sem fá borgað í klinki. Ríkisskattstjóra skortir lagagreinar til að þurrka upp umfangsmikla glæpagrein. Ekki er bara við núverandi ríkisstjórn að sakast, því sú fyrri gerði ekkert heldur. Er dæmi um, að stjórnmálastéttin er skipuð dugleysingjum, sem ekki fengju vinnu á plani.