Blússandi banksteri

Punktar

Banksterinn Steinþór Pálsson sagði í drottningarviðtali við Stöð 2: „Ég held við getum sagt það, að það er blússandi góðæri.“ Því miður fyrir banksterinn og viðmælandann var fréttin birt á forsíðu Vísis við hlið þessara frétta: „Þurfti að bíða í sólarhring eftir að vera lagður inn.“ Og: „Sjúklingar sofa á göngum, kaffistofum og í tækjageymslum.“ Innan um harmsögur úr heilsugeiranum birtist veruleikafirrtur banksteri sem hálfviti. Hér í einkavinavæðingunni deyr fólk um aldur fram í „blússandi góðæri“ hins siðblinda. Staðreyndin er, að innviðir samfélagsins eru að bresta. Það finnst verstu siðblindingjunum vera „góðæri“.