Böðlast gegn spítala

Punktar

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra seldi í gær Garðabæ ríkislóðina umhverfis Vífilstaði. Áður hafði Benedikt Bjarnason, þáverandi fjármála, tekið þær lóðir úr höndum Landspítalans og flutt yfir til ráðuneytisins. Með aðgerðunum hefur ríkið ákveðið, að nýr landsspítali verði ekki byggður á Vífilstaðasvæðinu. Margir hafa fjallað um slíkan flutning undanfarna mánuði. Flestir hafa talið skynsamlegra að reisa hátæknispítala þar, fremur en á þröngu lóðinni við Hringbraut. Ákvarðanir Engeyinga slá á þá umræðu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans mótmælti í gær harðlega þessum yfirgangi, sem rýrir svigrúm spítalans til uppbyggingar.