Bófaflokkurinn eflist

Punktar

Svarhlutfallið í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup er lágt sem fyrr. Niðurstaðan kemur ekki fram í hinum birtu tölum, heldur í þeim, sem haldið er leyndum. Hún er, að hvorki fjórflokkurinn né ný framboð njóta frambærilegs fylgis. Ný framboð hafa ekki náð til fólks. Nýja Ísland bíður, kannski efir framtaki fólks úr stjórnlagaráði. Nýir flokkar þingmanna, Lilju Mósesdóttur og Guðmundar Steingrímssonar trekkja ekki, arftaki Hreyfingarinnar ekki heldur. Fréttin í birtu tölunum er svo, að bófaflokkurinn bætir við sig, þótt hann hafi sett þjóðina á hausinn fyrir þremur árum. Það gerir gullfiskaminnið.