Bófar Bilderberg funda

Punktar

Bófar Bilderberg halda þessa dagana árlegan leynifund á hótelinu Interalpen í Austurríki. Kunnustu bófar heims eru mættir. Svo sem Douglas Flint, forstjóri mesta glæpabanka heims, HSBC, margdæmdur fyrir svindl „beyond shame“ að mati Guardian. Þar er brottrekinn forstjóri CIA, David Petraeus. Henry Kissinger stríðsglæpamaður er mættur. Og svo framvegis. Stofnandi Bilderberg er Bernhard prins af Hollandi, einn mesti mútuþegi heims, frægur af Lockheed og Northrop. Á Bilderberg-fundum eru í leyni skipulögð samsæri á borð við TISA gegn lýðræði, fullveldi og gegnsæi vesturlanda. Engir Íslendingar eru mættir. Sem betur fer.