Bófar leiki lausum hala

Punktar

Síðasti áratugur kenndi okkur, að forstjórar ganga eins langt og þeir geta og “fara á svig við lög”. Ráðningarferli stjórnenda er þannig, að eingöngu siðblindingjar komast í gegn. Mest er þetta áberandi í fjármálastofnunum og stórfyrirtækjum. Ísland fór á hliðina 2008, því að eftirliti var ekki sinnt sem skyldi. Nú á að færa frelsið í sama farveg. Guðlaugur Þ. Þórðarson berst fyrir samdrætti í eftirliti. Gefa bófum fyrra svigrúm til að svíkja, svindla og stinga undan. Leyfa bófum að leika lausum hala. Kjósendur áttu að vita þetta, áður en þeir kusu umboðsmenn bófaflokkanna til valda í þjóðfélaginu.