Bófar stimpluðu sig út

Punktar

Landsfundurinn staðfesti, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áhuga á að breyta stjórnarskránni og vill ekki endurheimta þjóðareign auðlinda. Flokkurinn verður því ekki með pírötum í ríkisstjórn þeirra, þótt sumir hafi gamnað sér við þá fráleitu hugsun. Píratar verða að díla til vinstri, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Sjálfstæðisflokkurinn verður áfram bófaflokkurinn, helzta fyrirstaðan á þroskabraut þjóðarinnar. Að öðru leyti skipta samþykktir landsfundarins engu, ekki frekar en nokkru sinni áður. Ungliðahreyfing flokksins fékk sinn landsfund og getur farið heim. Hún hefur ekkert fylgi út fyrir fjölskyldurnar fjörutíu.