Bófarnir sjá um sína

Punktar

Brynjólfur Bjarnason var forstjóri Símans og Skiptu árin 2002-2010. Þar var hann sekur um ítrekuð samkeppnisbrot að mati Samkeppnisstofnunar. Fjórum sinnum var fyrirtækið dæmt, síðast sektað um hálfan milljarð. Kalla má þetta eindreginn brotavilja. Þar á ofan á Brynjólfur einkahlutafélagið Lamba, sem skuldar heilan milljarð án þess að eiga krónu upp í það. Hann er þannig dæmigerður útrásarvíkingur. Glæpafélög verkalýðsrekenda og vinnuveitenda, lífeyrissjóðirnir, hafa ráðið hann til að stjórna voldugum og áhrifamiklum Framtakssjóði þeirra. Kemur ekki á óvart, þetta eru allt sams konar bófar.