Hefðbundnu stjórnmálaflokkarnir bjóða fráhrindandi kosti. Við getum valið milli bófa og fasista. Bófarnir eru í Flokknum, Framsókn og Samfylkingunni, sem framleiddu hrunið. Eftir síðustu þingkosningar tóku við sósíal-fasistar félagslegs rétttrúnaðar, sem ráða Vinstri grænum og Samfylkingunni. Síðari flokkurinn hefur sérstöðu, er bæði í hópi bófa og fasista. Eftir harða kosningabaráttu þjóðaratkvæðis bætist líklega flokkur Sannra Íslendinga við þessa flóru. Þá höfum við fasistaflokka bæði hægra megin og vinstra megin. Endar með, að sumum okkar mun finnast gömlu bófarnir vera bara illskástir.