Bófi eða bjáni

Punktar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lætur eins og honum einum pólitíkusa hafi ekki verið kunnugt um, að ríkið á ekki þrjúhundruð milljarða. Hann einn hafi ekki lesið blöð, hlustað á útvarp eða horft á sjónvarp. Allir fjölmiðlar og allir bloggarar voru á kafi í fjárskorti ríkisins. Hann lætur eins og hann sé bara bjáni. Meiri líkur eru þó á, að hann hafi logið upp loforðum sínum í fullri vissu um að efna þau ekki. Ætlað að bera við hinum víðfræga forsendubresti. Vegna heimsku fjórðungs kjósenda tókst honum þannig að ljúga sig inn á þing og kannski inn í ríkisstjórn. Því er sennilegra, að hann sé bófi en bjáni.