Bogfrymill Framsóknar

Punktar

Viðhorfið til komu flóttamanna endurspeglar stjórnmálaflokkana. Framsókn var í gamla daga talinn miðflokkur, en hefur nú komið sér fyrir yzt á hægra jaðrinum. Framsókn hefur einfaldlega verið að breytast í fasistaflokk. Ofnotkun flokksins á öfgum um ágæti Íslendinga og andstyggð annarra, sérstaklega Evrópu, heltók flokkinn. Setti fasisma á sjálfstýringu. Framsóknarfólk er andvígt móttöku flóttamanna eins og það er andvígt útlendum mat og útlendu lýðræði. Allt skal vera heimafengið. Sigmundur Davíð segir útlendan bogfrymil breyta hegðun fólks. Bogfrymill hans hefur auðvitað breytt hegðun Framsóknarfólks og einangrað það.